Hótel í Kerlingarfjöllum
Tveggja manna herbergi (Deluxe)
Nútímaleg og glæsileg herbergi þar sem hlýlegur viður í innréttingum og húsgögnum blandast áreynslulaust við náttúruleg efni og sígilda hönnun. Hvert smáatriði er sérstaklega hugsað til að skapa athvarf fyrir fullkomna afslöppun á hálendinu. Í tveggja manna herbergjum hafa gestir val um að bóka herbergi með tveimur einstaklingsrúmum eða einu tvíbreiðu rúmi. Öll herbergi sjá til þess að gestir upplifi alvöru þægindi fyrir ævintýri á fjöllum.
Innifalið
- Morgunverðarhlaðborð
- Aðgangur að böðunum
- Wi-Fi
- Sögustund og fordrykkur (á vetrartímabili)
- Stjörnuskoðun (á vetrartímabili)
Skipulag

Nánar
- Útsýni til fjalla
- Stærð: 22 m²
- Hámarksfjöldi gesta: tveir fullorðnir
- Rúmföt og handklæði
- Sérbaðherbergi með sturtu
- Te- og kaffiaðstaða
- Hreinlætisvörur á baðherbergi
- Hárþurrka
- Staðsett í vesturálmu (Hamri)