Vellíðan á fjöllum

Hálendisböðin

Njóttu þess að slaka á í heitu vatni hálendisins með einstakt útsýni til fjalla.

Umvafin hlýju

Heit böð í faðmi fjalla

Hvíldu þig eftir ævintýri dagsins og láttu heitar uppsprettur Kerlingarfjalla endurnæra líkama og sál. Í Hálendisböðunum eru meðal annars heitar setlaugar, gufubað, kaldur pottur og góð búningsaðstaða. Innangengt er fyrir gesti á milli hótelsins og baðanna.

  • Opið fyrir gesti á hóteli, hosteli og í einkaskálum.

  • Opnunartímar: 17:00 - 23:00.

1. júlí-30. september

Sumaropnun

Þann 1. júlí opna Hálendisböðin fyrir alla gesti í Kerlingarfjöllum.

Auk gesta á hóteli, hosteli og í einkaskálum tökum við þá hlýlega á móti gestum á tjaldsvæði og í svefnskálum. Við hvetjum líka alla aðra ferðalanga á leið um svæðið til að koma í heimsókn. Eftir ævintýralega útiveru jafnast ekkert á við að njóta afslöppunar í heitum böðum með útsýni til fjalla.

  • Verð og opnunartímar eru neðar á síðunni.

Eftir 1. júlí

Bókaðu núna og tryggðu þér pláss

Aðgangur

  • Fullorðnir: 4.900 kr.

  • Unglingar (12-16 ára): 2.950 kr.

  • Börn (0-11 ára): Ókeypis

Dagsferð

  • Rútuferð frá Reykjavík til Kerlingarfjalla og til baka

  • Aðgangur að Hálendisböðunum

  • Skoðunarferð í Hveradali

Nánari upplýsingar

Algengar spurningar

Hálendisböðin

Við tökum vel á móti hópum

Smelltu hér til að bóka fyrir tíu gesti eða fleiri.

Bóka