
Vellíðan á fjöllum
Böðin
Njóttu þess að slaka á í heitu vatni hálendisins með einstakt útsýni til fjalla. Við opnum í vetur.

Umvafin hlýju
Heit böð í faðmi fjalla
Hvíldu þig eftir ævintýri dagsins og láttu heitar uppsprettur Kerlingarfjalla endurnæra lúin bein. Í böðunum eru meðal annars heitar setlaugar, gufubað, kaldur pottur og góð búningsaðstaða. Innangengt er fyrir gesti á milli hótelsins og baðanna.
Alla daga kl. 08:00-12:00 verða böðin eingöngu opin fyrir gesti á hóteli, hosteli eða í einkaskálum og er aðgangur innifalinn í gistingu.
Kl. 12:00-22:00 bjóðum við alla velkomna og geta gestir á tjaldsvæði, í svefnpokaplássi og ferðalangar á leið um Kerlingarfjöll keypt aðgang á 4.900 kr.
Við opnum í vetur.
