Einstök upplifun

Leiðin til fjalla

Á veturna bjóðum við upp á akstur um krefjandi, snævi þakta hálendisvegina á sérútbúnum fjallajeppum. Búðu þig undir óviðjafnanlega ferð um stórbrotið vetrarlandslag öræfanna.

Óviðjafnanleg upplifun

Vetrarævintýri á fjöllum

Ófyrirsjáanlegar aðstæður, óviðjafnanlegt umhverfi og krefjandi veður setja sinn svip á hálendisferðir yfir veturinn. Búðu þig undir ögrandi ferð á illfærum vegi í ógleymanlegu ferðalagi uppi á öræfum.

Á eigin vegum:

Vegirnir á hálendinu eru ekki ruddir á veturna og er þá aðeins fært í Kerlingarfjöll á sérútbúnum fjallajeppum. Þeir sem hafa aðgang að slíkum farartækjum og treysta sér til ferðarinnar geta heimsótt okkur á eigin vegum. Hér eru upplýsingar um leiðina og aðkomuna.

Við ítrekum við bílstjóra að vanda undirbúning, vera við öllu búnir og huga að færð og veðri áður en lagt er af stað — og jafnvel hætta við ferðina ef fyrirséð er að aðstæður verði sérstaklega erfiðar.

Skipulagðar ferðir:

Samstarfsaðilar okkar hafa milligöngu um flutning til og frá Kerlingarfjöllum. Hjá þeim starfa atvinnubílstjórar með reynslu af akstri á sérútbúnum farartækjum í krefjandi aðstæðum.

Akstur með bílstjóra

Frekari upplýsingar

Akstur yfir vetrartímabil er frá 1. október 2025 til 14. júní 2026:

Brottför frá Skógarhlíð 10, Reykjavík er kl. 09:00 og frá Skjóli kl. 10:45 í Kerlingarfjöll á fimmtudögum og föstudögum.

Brottför frá Kerlingarfjöllum í Skjól eða til Reykjavíkur er kl. 13:00 á laugardögum og sunnudögum.

Akstur á milli Kerlingarfjalla og Reykjavíkur

Vetrarakstur er bókaður í gegnum My Booking.

Verð fyrir akstur báðar leiðir: 39.800 kr.

Bóka

Farið frá:

Tímalengd frá Skjóli: 2,5-5 klst.

Tímalengd frá Reykjavík: 4-6 klst.

Lengd ferðalagsins ræðst af færð og veðuraðstæðum hverju sinni.

Lágmarksaldur: 8 ára

*Skjól er staðsett nærri Gullfossi, um 1,5 klst. frá Reykjavík. Hægt er að leggja bílum í Skjóli.

Nánari upplýsingar

Sendu okkur línu

Getum við aðstoðað?

Ekki hika við að hafa samband ef þú ert með frekari spurningar.

Ógleymanlegt ferðalag

Leiðin til fjalla á sumrin

Frá Reykjavík til Kerlingarfjalla eru um 200 kílómetrar og leiðin tekur um 3,5 klukkustund í akstri – við bestu aðstæður.

Nánar