12 km

Kort og lýsing á hlaupaleið

12 km hlaupaleið

Almennar upplýsingar og skyldubúnaður

Allar þrjár hlaupaleiðirnar eru farnar réttsælis og byrja bæði og enda við hótelið í Kerlingarfjöllum.

Heildarhækkun: 500 m

Hæsti punktur: 1.050 m

Lægsti punktur: 700 m

Rástími kl. 13:00, tímatakmörk 4 klst.

Skyldubúnaður:

  • Hlaðinn sími

  • Margnota drykkjarmál

  • Flauta

  • Fatnaður í samræmi við veður

12 km

Leiðarlýsing

Byrjað er á að hlaupa um tjaldsvæðið fyrir neðan hótelið. Áfram er haldið upp malarveginn í átt að Ásgarðsfjalli. Þegar upp er komið er haldið í suðurátt upp að marglitu hverasvæðinu í Hveradölum. Áður en hlaupið er niður og upp tröppur á slóða sem liggur í gegnum Hveradali er eina drykkjarstöðin á þessari leið; þegar leiðin er ca. hálfnuð. Þegar komið er upp úr Hveradölum, til móts við Snorrahver, er beygt til hægri og hlaupið um göngustíg sem liggur til norðurs undir Hveradalahnúk, um Ásgarðshrygg með útsýni yfir Ásgarðsgljúfur og niður að endamarkinu við brúna yfir Ásgarðsá, fyrir neðan hótelið.

Á drykkjarstöðinni í Hveradölum er boðið upp á vatn, orkuduft, banana, saltstangir og súkkulaði.

Kort