22 km

Kort og lýsing á hlaupaleið

22 km hlaupaleið

Almennar upplýsingar og skyldubúnaður

Allar þrjár hlaupaleiðirnar eru farnar réttsælis og byrja bæði og enda við hótelið í Kerlingarfjöllum.

Heildarhækkun: 1.250 m

Hæsti punktur: 1.140 m

Lægsti punktur: 700 m

Rástími kl. 11:00, tímatakmörk 7 klst.

Skyldubúnaður:

  • Hlaðinn sími

  • Margnota drykkjarmál

  • Flauta

  • Álteppi

  • 200 kcal orka

  • Vind- og/eða vatnsheldur jakki með hettu

  • Fatnaður í samræmi við veður

22 km

Leiðarlýsing

Haldið er frá hótelinu beint í suður upp brattan stíg sem liggur um Ásgarðshrygg, sem gengur fram á milli tveggja gljúfra. Áfram er haldið að Hveradalahnúk og bullandi Snorrahver og niður í stórbrotna Hveradali þar sem fyrri drykkjarstöð leiðarinnar er að finna, eftir 5 km hlaup. Þaðan er haldið upp og yfir Kerlingarskyggni þar sem útsýnið er hreint út sagt frábært. Svo þarf að feta sig varlega í Hverabotn sem kúrir á milli fjallanna Mænis, Ögmundar og Hattar. Þá tekur við lækkun niður í djúpt gil og svo aftur upp að sjálfri Kerlingunni sem er 25 metra hár hraundrangur utan í Kerlingartindi. Skammt þar frá, eða eftir 14 km hlaup, er síðari drykkjarstöð leiðarinnar. Þaðan er svo hlaupið austanmegin við Skeljafell, yfir Tindabikkju og fremri Ásgarðsá, upp á grýtt holt og aftur að Ásgarðshrygg og að endamarki fyrir neðan hótelið. 

Á drykkjarstöðinni í Hveradölum er boðið upp á vatn, orkuduft, banana, saltstangir og súkkulaði. Við drykkjarstöðina hjá Kerlingu er aðeins boðið upp á vatn og orkuduft.

Kort

Hér er hægt að sækja GPX skrá af leiðinni.