Á hæstu tinda

Rafmögnuð fjallahjólaferð

Ævintýraleg dagsferð á raffjallahjóli sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum.

Alla daga í sumar

Dagsferð á rafmagnsfjallahjóli

Sestu á rafknúið fjallahjól og komdu með okkur í skemmtilega ferð í stórbrotnu umhverfi. Þessi 90 mínútna hjólatúr hefst á hótelinu okkar kl. 13:00. Við leiðum þátttakendur yfir afskekkta slóða með ótrúlegt útsýni til allra átta. Hjólaleiðirnar eru að mestu á flatlendi og því hentar ferðin bæði byrjendum á fjallahjólum og lengra komnu hjólreiðafólki. Við sjáum til þess að stoppa öðru hverju svo allir gestir geti notið augnabliksins í faðmi fjalla.

Rafknúnu fjallahjólin okkar veita aukið afl sem gera þér kleift að stjórna ákefðinni og gera ferðina eins þægilega og þér hentar. Þessi rafmagnaða hjólaferð er einstök og öðruvísi leið til að kanna Kerlingarfjöll!

Í boði alla daga frá 15. júní til 30. september.

Upplýsingar

  • Verð: 18.900 kr. á mann

  • Upphafsstaður og tími: kl. 13:00 á hótelinu

  • Tímabil: Daglega frá 15. júní til 30. september

  • Tími: 90 mín.

  • Innifalið: rafknúið fjallahjól og hjálmur

  • Aldurstakmark: 12

  • Lágmarks-/hámarksfjöldi: 1/5

  • Erfiðleikastig: Flestum fært.

Tryggðu þér pláss

Komdu með í ævintýralega hjólaferð!

Ljúffengt á leiðinni

Nestispakki

Bókaðu nestispakka og við sjáum til þess að græja girnilegt nesti sem veitir þér orku fyrir ævintýri dagsins.

Nánar um nestispakka

Bóka