
Gönguleið
50 orð yfir snjó
Gönguferðir með leiðsögn
Fjölskylduvænn snjóleiðangur
Lengd
3 km
Tími
3 klst.
Hækkun
100 m
Aldurstakmark
5 ára
Erfiðleikastig
Umsjón: Útihreyfingin
Verð: 20.900 kr. á mann
Tímabil: Nóvember-apríl
Aðeins í boði sem einkaferð: Vinsamlegast hafið samband á info@highlandbase.is til að fá frekari upplýsingar.
Upphafsstaður: Þátttakendur hitta leiðsögumann á hótelinu þar sem gangan hefst.
Hækkun: Lítil sem engin
Búnaður fylgir: Broddar og snjóþrúgur ef þarf
Erfiðleikastig: Flestum fært
Lágmarks-/hámarksfjöldi: 6/16
Lýsing:
Íslendingar eiga yfir 50 orð sem lýsa snjó, sem endurspeglar eflaust náið samband okkar við norðurheimskautið. Þessi fræðsluleiðangur er fullkominn fyrir þau sem vilja fara um fallegt landsvæði í vetrarbúningi og læra allt sem hægt er að læra um snjóinn – hvernig hann verður til, hvenær hann er öruggur og hvenær ekki. Leiðsögumaðurinn deilir með okkur heillandi sögum af þeim hættum sem geta fylgt vetrarferðalögum.
Ferðin hefst á göngu um fallegt og snævi þakið svæði þar sem leiðsögumaður mun fræða þátttakendur um snjóinn, ólíkar tegundir hans og hvernig hann myndast. Þú færð tækifæri til að rannsaka snjóinn í návígi og fræðast um uppbyggingu hans, þar með talið þéttleika og hitastig. Við munum ræða um aðstæður sem geta valdið snjóflóðum og hvernig best er að gæta öryggis þegar farið er um snjóþung svæði. Svo búum við auðvitað til nokkra snjóbolta!
Við komum okkur fyrir inni í snjóskýli og fáum okkur heitt súkkulaði á meðan við hlustum á sögur. Snjóskýli geta verið afar ólík og ræðst það þá af snjótegund og aðstæðum hverju sinni. Það getur skipt sköpum að kunna að útbúa snjóskýli – það getur jafnvel verið sá þáttur sem tryggir öryggi þitt þegar þú ferðast um hálendið.
Hvað þarf að taka með?
Hlý föt og sokka, vind- og vatnsfráhrindandi yfirhöfn, gönguskó, hanska, buff, húfu eða eyrnaskjól, sólgleraugu og vatnflösku.
Afbókanir og breytingar
Ef afbókun berst meira en 10 dögum fyrir brottför færðu ferðina endurgreidda að fullu
Ef afbókun berst 6-9 dögum fyrir brottför færðu endurgreiðslu sem nemur 80% af andvirði ferðarinnar
Ef afbókun berst innan við 5 dögum fyrir brottför er ferðin ekki endurgreidd