Gönguleið

Íslenskar rætur

Gönguleið

Íslenskar rætur

Lengd

3 km

Tími

3 klst.

Hækkun

100 m

Aldurstakmark

10 ára

Erfiðleikastig

Tímabil: Nóvember - Apríl

Aðeins í boði sem einkaferð: Vinsamlegast hafið samband á info@highlandbase.is til að fá frekari upplýsingar.

Upphafsstaður: Þátttakendur hitta leiðsögumann á hótelinu þar sem gangan hefst.

Hækkun: 100 m

Búnaður fylgir: Broddar (ef þarf) og handklæði

Erfiðleikastig: Flestum fært

Í þessari ferð er gert ráð fyrir einum leiðsögumanni fyrir hverja tólf gesti.

Lýsing:

Alvöru íslensk upplifun. Fjölskylduvænn leiðangur um stórfenglegt landslag í fylgd þaulreyndra leiðsögumanna sem eru fullir af fróðleik um afkomu Íslendinga í köldum og krefjandi aðstæðum síðustu árhundruðin.

Í falinni gjá leynist lítil náttúrulaug þar sem þátttakendur geta dýft þreyttum fótum í notalegt vatnið – nokkuð sem íslenskir göngugarpar hafa gert um árabil. Þeim sem vilja býðst einnig hressandi sopi af brennivíni og biti af hefðbundnu, íslensku snarli.

Hvað þarf að taka með?

Hlý föt og sokka, vind- og vatnsfráhrindandi yfirhöfn, gönguskó, hanska, buff, húfu eða eyrnaskjól, sólgleraugu og vatnflösku.