Gönguleið

Sprunguganga á Mænisjökli

Gönguferð með leiðsögn

Upplifðu undur jöklanna

Lengd

3 km

Tími

3 klst.

Hækkun

300 m

Aldurstakmark

12 ára

Erfiðleikastig

Tímabil: 15. júní - 30. september

Aðeins í boði sem einkaferð: Vinsamlegast hafið samband á info@highlandbase.is til að fá frekari upplýsingar.

Upphafsstaður: Þátttakendur hitta leiðsögumann á hótelinu og nota eigin farartæki til að komast á upphafsstað göngunnar.

Hækkun: 100-300 m

Búnaður fylgir: Ísaxir, broddar, hjálmar og belti með karabínu 

Erfiðleikastig: Flestum fært

Verð:

  • 1-5 manns: 165.000 kr.

  • 6-7 manns: 175.000 kr.

Hámarksfjöldi: 7 manns

Lýsing:

Komdu með í sannkallaða ævintýragöngu um stórfenglegt svæði í Kerlingarfjöllum þar sem jarðhitasvæði mætir hopandi jökli. Samspil þessara öfga hefur myndað einstakt landslag sem ís og eldar hafa mótað. Í þessari ferð fræðumst við um um myndun og hegðun jökla og áhrif þeirra á umhverfi sitt, lærum að nota brodda og axir og prófum að ganga í línu í fylgd fagfólks.

Snjó- og ísmagn er háð árstíðum og veðurskilyrðum og því er ferðin aðlöguð að aðstæðum hverju sinni.

Hvað þarf að taka með?

Hlý föt og sokka, vind- og vatnsfráhrindandi yfirhöfn, gönguskó, hanska, buff, húfu eða eyrnaskjól og sólgleraugu.

Vatn, snarl og léttan hádegisverð.

Afbókanir og breytingar

Afbókanir eða óskir um breytingar skulu berast a.m.k. 72 klst. fyrir komu. Að öðrum kosti er ferðin ekki endurgreidd.