
Gönguleið
Jöklaævintýri
Gönguferðir með leiðsögn
Upplifðu undur jöklanna
Lengd
3 km
Tími
2 klst.
Hækkun
300 m
Aldurstakmark
10 ára
Erfiðleikastig
Umsjón: Útihreyfingin
Verð: 18.900 kr. á mann
Tímabil: Allt árið
Áætlun: Þriðjudaga kl. 15:00, föstudaga kl.15:00 og sunnudaga kl. 9:00 frá 1. júlí-15. september
Einkaferðir: Í boði fyrir að lágmarki 8 þátttakendur. Verð frá 22.900 kr. á mann. Vinsamlegast hafið samband á info@highlandbase.is.
Upphafsstaður: Þátttakendur hitta leiðsögumann á hótelinu og nota eigin farartæki til að komast á upphafsstað göngunnar.
Hækkun: 100-300 m
Búnaður fylgir: Ísaxir, broddar, hjálmar og belti með karabínu
Erfiðleikastig: Flestum fært
Lágmarks-/hámarksfjöldi: 6/20 (8/20 í einkaferðum)
Lýsing:
Komdu með í stutta vettvangsferð þar sem við lærum allt um myndun jökla og jökulsprunga og sjáum hvernig jöklarnir hafa mótað Ísland. Lærðu að nota brodda og axir og prófaðu að ganga í línu til að kanna jökullandslagið á öruggan hátt í fylgd fagfólks.
Snjó- og ísmagn er háð árstíðum og veðurskilyrðum og því er ferðin aðlöguð að aðstæðum hverju sinni.
Hvað þarf að taka með?
Hlý föt og sokka, vind- og vatnsfráhrindandi yfirhöfn, gönguskó, hanska, buff, húfu eða eyrnaskjól og sólgleraugu.
Vatn, snarl og léttan hádegisverð.
Afbókanir og breytingar
Áætlunarferðir: Afbókanir eða óskir um breytingar skulu berast a.m.k. 72 klst. fyrir komu. Að öðrum kosti er ferðin ekki endurgreidd.
Einkaferðir:
Ef afbókun berst meira en 10 dögum fyrir brottför færðu ferðina endurgreidda að fullu
Ef afbókun berst 6-9 dögum fyrir brottför færðu endurgreiðslu sem nemur 80% af andvirði ferðarinnar
Ef afbókun berst innan við 5 dögum fyrir brottför er ferðin ekki endurgreidd