
Gönguleið
Sprunguganga á Mænisjökli
Gönguferð með leiðsögn
Upplifðu undur jöklanna
Lengd
3 km
Tími
3 klst.
Hækkun
300 m
Aldurstakmark
12 ára
Erfiðleikastig
Tímabil: 15. júní - 30. september
Upphafsstaður: Þátttakendur hitta leiðsögumann á hótelinu og aka sjálfir að upphafsstað göngunnar.
Hækkun: 100-300 m
Búnaður fylgir: Ísaxir, broddar, hjálmar og belti með karabínu
Erfiðleikastig: Flestum fært
Verð
29.900 kr. fyrir fullorðna
14.900 kr. fyrir börn 12-16 ára
Lágmark 3 þátttakendur, hámark 10 þátttakendur.
Lýsing:
Komdu með í sannkallaða ævintýragöngu um stórfenglegt svæði í Kerlingarfjöllum þar sem jarðhitasvæði mætir hopandi jökli. Samspil þessara öfga hefur myndað einstakt landslag sem ís og eldar hafa mótað. Í þessari ferð fræðumst við um um myndun og hegðun jökla og áhrif þeirra á umhverfi sitt, lærum að nota brodda og axir og prófum að ganga í línu í fylgd fagfólks.
Snjó- og ísmagn er háð árstíðum og veðurskilyrðum og því er ferðin aðlöguð að aðstæðum hverju sinni.
Hvað þarf að taka með?
Hlý föt og sokka, vind- og vatnsfráhrindandi yfirhöfn, gönguskó, hanska, buff, húfu eða eyrnaskjól og sólgleraugu.
Vatn, snarl og léttan hádegisverð.
Afbókunarskilmálar:
Afbókun þarf að berast að minnsta kosti 10 dögum fyrir komu. Eftir það er ferðin óendurgreiðanleg.
Bóka