Gönguleið

Snækollur

Gönguferðir með leiðsögn

Mikilfenglegt útsýni

Lengd

5 km

Tími

5 klst.

Hækkun

600 m

Aldurstakmark

10 ára

Erfiðleikastig

Umsjón: Útihreyfingin

Verð: 29.900 kr. á mann

Tímabil: Allt árið

Áætlun: Miðvikudaga kl. 9:00 og föstudaga kl. 9:00 frá 1. júlí-15. september

Einkaferðir: Í boði fyrir að lágmarki 4 þátttakendur. Verð frá 36.900 kr. á mann. Vinsamlegast hafið samband á info@highlandbase.is.

Upphafsstaður: Þátttakendur hitta leiðsögumann á hótelinu og nota eigin farartæki til að komast á upphafsstað göngunnar.

Hækkun: 550-600 m

Búnaður fylgir: Enginn

Erfiðleikastig: Getur verið krefjandi, þátttakendur ættu að vera í ágætri þjálfun

Lágmarks-/hámarksfjöldi: 4/10

Lýsing:

Snækollur er hæsti tindur Kerlingarfjalla. Margir telja að ofan af toppnum sé hægt að sjá til bæði suður- og norðurstrandar Íslands í góðu skyggni. Við getum allavega staðfest að útsýnið er algjörlega stórfenglegt – hvort sem sést til sjávar eða ekki.

Komdu í göngu með reyndum leiðsögumanni sem er fullur af fróðleik. Mesta hækkunin fer fram á bröttum en tiltölulega stuttum kafla. Við tekur stórbrotinn fjallastígur sem leiðir upp á fjallstindinn. Það er hvergi betra að stoppa en á toppnum til að hvíla þreytta fætur, fá sér hressingu og njóta útsýnisins. Ef aðstæður leyfa er farið yfir jökulbreiðu á bakaleiðinni.

Hvað þarf að taka með?

Hlý föt og sokka, vind- og vatnsfráhrindandi yfirhöfn, gönguskó, hanska, buff, húfu eða eyrnaskjól og sólgleraugu.

Vatn, snarl og léttan hádegisverð.

Afbókanir og breytingar

Áætlunarferðir: Afbókanir eða óskir um breytingar skulu berast a.m.k. 72 klst. fyrir komu. Að öðrum kosti er ferðin ekki endurgreidd.

Einkaferðir:

  • Ef afbókun berst meira en 10 dögum fyrir brottför færðu ferðina endurgreidda að fullu

  • Ef afbókun berst 6-9 dögum fyrir brottför færðu endurgreiðslu sem nemur 80% af andvirði ferðarinnar

  • Ef afbókun berst innan við 5 dögum fyrir brottför er ferðin ekki endurgreidd