Kjöraðstæður fyrir stjörnuskoðun
Horfðu til himins
Stjörnuskoðun í Kerlingarfjöllum er ævintýraleg upplifun. Myrkurgæði að næturlagi eru mikil á þessu svæði þar sem varla verður vart við ljósmengun og því skapast kjöraðstæður til stjörnuskoðunar. Á dimmum og heiðskírum kvöldum má gjarnan sjá norðurljósin dansa á stjörnubjörtum næturhimninum og með sjónaukanum okkar getum við skoðað fjarlægar plánetur og tungl, fæðingarstaði stjarna, stjörnuþyrpingar og fjarlægar vetrarbrautir.

