Skoðum himingeiminn

Norðurljós og stjörnuskoðun

Við bjóðum gestum í stjörnuskoðun öll heiðskír kvöld frá október til apríl.

Kjöraðstæður fyrir stjörnuskoðun

Horfðu til himins

Stjörnuskoðun í Kerlingarfjöllum er ævintýraleg upplifun. Myrkurgæði að næturlagi eru mikil á þessu svæði þar sem varla verður vart við ljósmengun og því skapast kjöraðstæður til stjörnuskoðunar. Á dimmum og heiðskírum kvöldum má gjarnan sjá norðurljósin dansa á stjörnubjörtum næturhimninum og með sjónaukanum okkar getum við skoðað fjarlægar plánetur og tungl, fæðingarstaði stjarna, stjörnuþyrpingar og fjarlægar vetrarbrautir.

Kjöraðstæður

Fullkomin myrkurgæði

Í Kerlingarfjöllum geta gestir notið ómengaðra myrkurgæða, enda verður varla vart við ljósmengun á svæðinu. Við uppbyggingu og hönnun var þess sérstaklega gætt að hægt sé að njóta töfra næturhiminsins við kjöraðstæður.

*Við bendum á að þrátt fyrir að ferðin sé sérstaklega útfærð til að hámarka líkur á að gestir komi auga á norðurljós, stjörnur o.s.frv. er slíkt háð veðri og aðstæðum hverju sinni.

Undur alheimsins

Skoðum himingeiminn

Á hótelinu okkar er sjónauki sem er sérútbúinn til stjörnuskoðunar. Njóttu þess að horfa til himins og skoða undur alheimsins við kjöraðstæður, þar sem varla verður vart við ljósmengun. Alheimurinn hreinlega lifnar við.

Stjörnuskoðun með leiðsögn er í boði öll heiðskír kvöld kl. 21:00 í október til apríl.