Skíðaferðir
Komdu á skíði í óviðjafnanlegu umhverfi í hjarta hálendisins. Fjallaskíðaferðir, skíðaganga og sérferðir.
Skíðaferðir við allra hæfi
Við getum útfært fjölbreyttar skíðaferðir sem henta bæði byrjendum og lengra komnum, hvort sem þú vilt læra undirstöðuatriðin á fjallaskíðum, halda í skíðagöngu á utanbrautarskíðum eða koma í krefjandi fjallaskíðaleiðangur frá hæstu tindum og niður að rjúkandi hverasvæði. Hafðu samband og saman skipuleggjum við næsta skíðaævintýri.
Hafa sambandÆvintýraleg afþreying í vetur
Auk skíðaferða bjóðum við upp á snjósleðaferðir og buggy túra auk sérferða sem eru sérstaklega hugsaðar fyrir ferðalanga sem vilja njóta hálendisins í vetrarbúningi. Kynntu þér það sem er fram undan hjá okkur.
Hafa sambandSkíðaferðir við allra hæfi
Skíðaðu frá hæstu tindum niður á rjúkandi hverasvæði. Byrjendur læra grunnatriðin og vanir vinda sér beint í brekkurnar!