Snjósleða- og snjóþrúguleiðangur

Vetrarævintýri í Hveradölum

Einstakt tækifæri til að sjá kröftugt háhitasvæði Hveradala þakið drifhvítum ísbreiðum vetrarins.

Bóka

Magnað ævintýri

Hveradalir í vetrarbúningi

Komdu með í tveggja klukkustunda ævintýraferð um snævi þakið vetrarríki hálendisins. Leiðangurinn hefst á snjósleðaferð meðfram Ásgarðsfjalli og inn að Hveradölum.

Í Hveradölum skiptum við sleðunum út fyrir snjóþrjúgur og göngum um hið magnaða háhitasvæði þar sem dáleiðandi andstæður elds og íss mæta litbrigðum og víðáttu hálendisins.

Þessi leiðangur er einstakt tækifæri til að berja náttúruperluna Hveradali augum að vetri til, en svæðið hefur hingað til verið ófært flestum yfir snjóþyngstu mánuði ársins.

Bóka

Upplýsingar

Í boði um helgar frá febrúar til maí (háð veðurskilyrðum)

Brottfarartímar:

  • Föstudaga og laugardaga kl. 14:00

  • Þátttakendur mæta 15 mínútum fyrir brottför í móttökuna á hótelinu, fá nauðsynlega fræðslu og undirbúa búnaðinn fyrir ferðina

Tímalengd:

  • 2 klst.

Verð:

  • 39.900 kr. á mann (tveir á sleða)

  • 51.900 kr. á mann (einn á sleða)

Meira um ferðina

Upplifun sem gleymist aldrei

Tryggðu þér pláss og njóttu spennandi snjósleðaævintýris í hjarta hálendisins.

Bóka