Sumar

Gátlisti fyrir göngur á eigin vegum

Gátlisti fyrir göngur á eigin vegum

Allir gestir sem fara í göngur skulu sækja SafeTravel appið í símann sinn ásamt 112 neyðarlínu appinu. Nauðsynlegt er að vera með fullhlaðinn farsíma og/eða auka hleðslu með í för.

Ávallt skal gera ferðaáætlun fyrir göngu á eigin vegum á SafeTravel appinu, að auki er hægt að láta móttöku vita.

Alltaf skal huga að veðurspá áður en lagt er af stað. Sé veðurspá slæm er rétt að fresta ferð. Hafið í huga að veður á fjöllum er óútreiknanlegt og aðstæður geta breyst hratt.

Mikilvægur búnaður

  • Bakpoki

  • Vatnsbrúsi með vökva

  • Göngunasl og nesti

  • Viðeigandi fatnaður:

- Góðir gönguskór og göngusokkar

- Grunnlag, nærfatnaður úr ull eða gerviefni. Ekki er mælt með bómul.

- Peysa úr ull eða flís

- Göngubuxur

- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður

- Húfa og vettlingar

- Sólgleraugu

  • Sjúkravörur:

- Hælsærisplástur

- Plástur

- Verkjalyf

- Sólarvörn

  • Klósettpappír

  • Ruslapoki

Búnaður sem mælt er með

  • Göngustafir

  • Auka lag úr dún eða primaloft

  • Hleðslubanki