Gjafaleikur

Gjafaleikur Kerlingarfjalla

Skilmálar og þátttökuskilyrði

1. Stjórnandi gjafaleiksins er félagið Kerlingarfjöll ehf., kt. 690508-0950, Norðurljósavegi 9, 241 Grindavík („Kerlingarfjöll“), sem rekur Kerlingarfjöll – Highland Base á miðhálendi Íslands.

2. Gjafaleikurinn er opinn þeim sem eru skráðir til heimilis á Íslandi.

3. Gjafaleikurinn hefst þegar opnað verður fyrir skráningu þátttakenda á vefsíðu Kerlingarfjalla: www.kerlingarfjoll.is, kl. 12:00, þann 7. maí, 2025, og lýkur kl. 23:59, þann 30. maí, 2025 („tímabilið“), þegar vinningshafi verður dreginn af handahófi úr hópi þátttakenda sem hafa skráð sig í gjafaleikinn á tímabilinu. Vinningslíkur velta á fjölda skráðra þátttakenda. Hverjum þátttakanda er aðeins heimilt að skrá sig einu sinni. Komi í ljós að þátttakandi hafi skráð sig oftar, t.d. með því að nota mörg nöfn eða netföng, eða villa á sér heimildir með öðrum hætti, verður þátttaka hans í gjafaleiknum ógild.

4. Haft verður samband við vinningshafa með tölvupósti á netfangið sem gefið var upp við skráningu í gjafaleikinn, sem vinningshafi þarf að svara innan 10 daga. Berist ekki svar innan 10 daga verður nýr vinningshafi dreginn úr hópi annarra þátttakenda sem skráðu sig í gjafaleikinn á tímabilinu. Vinningum er hvorki hægt að skila vinningum né skipta þeim með nokkrum hætti.

5. Einn vinningshafi verður dreginn úr hópi þátttakenda. Vinningar eru eftirfarandi:

- Einnar nætur dvöl fyrir tvo í Deluxe herbergi á Highland Base hótelinu.*

- Kvöldverður og morgunverður.**

- Aðgangur að Hálendisböðunum.

- Tveir jakkar frá 66° Norður.

- Val um afþreyingu á meðan dvöl stendur.***

*Dagsetning að vali vinningshafa, á tímabilinu frá 30. maí 2025 til 30. maí 2026.

**Áfengir drykkir eru ekki innifaldir.

***Val er háð framboði á viðkomandi tíma. Dæmi um afþreyingu í Kerlingarfjöllum – Highland Base eru gönguferðir, snjósleðaferðir og hjólaferðir.

6. Með þátttöku í gjafaleiknum samþykkja þátttakendur að vera skráðir á póstlista Kerlingarfjalla. Með skráningu á póstlistann samþykkja þátttakendur að Kerlingarfjöll nýti þær persónuupplýsingar sem þátttakendur deila við skráningu í gjafaleikinn, þ.e. nafn og netfang, til að senda þátttakendum markaðsefni, s.s. upplýsingar um fríðindi sem meðlimir póstlistans njóta, sem og annað markaðs- eða kynningarefni. Ábyrgðaraðili vegna þessarar vinnslu persónuupplýsinga er Kerlingarfjöll ehf. Þátttakandi getur hvenær sem er skráð sig af póstlistanum og hætt við þátttöku í leiknum með því að senda tölvupóst þar um á netfangið info@highlandbase.is. Neðst í sérhverjum markaðsskilaboðum er jafnframt að finna smellanlegan möguleika til að skrá sig af póstlistanum og fá ekki sent frekara markaðsefni.

Þeir sem vilja fræðast meira um þá vinnslu persónuupplýsinga sem á sér stað í tengslum við skráningu á póstlistann geta skoðað persónuverndarstefnu Kerlingarfjalla ehf. Þar er að finna upplýsingar um hvern þú getur haft samband við vegna vinnslu persónuupplýsinga um þig, um rétt þinn til að fá aðgang að þínum persónuupplýsingum, láta leiðrétta þær, eyða þeim eða takmarka vinnslu þeirra, um rétt til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef þú ert ósátt/ur við það hvernig Kerlingarfjöll vinna með persónuupplýsingar um þig, o.fl.

7. Um skilmála þessa og gjafaleikinn gilda íslensk lög og lögsaga.

8. Spurningar um skilmála þessa og/eða gjafaleikinn má senda á netfangið info@highlandbase.is.