Gjafaleikur

Gjafaleikur Kerlingarfjalla

Skilmálar og þátttökuskilyrði

Með skráningu á póstlistann samþykkir þátttakandi að persónuupplýsingar þær, sem veittar eru af hálfu þátttakanda (nafn og netfang), verði nýttar til að senda þátttakanda tilkynningar um fríðindi sem meðlimir póstlistans njóta, sem og annað markaðs- eða kynningarefni. Ábyrgðaraðili vegna þessarar vinnslu persónuupplýsinga er Kerlingarfjöll ehf.

Þátttakandi getur afskráð sig hvenær sem er og hætt við þátttöku í leiknum. Þá munu sérhver markaðsskilaboð sem send eru þátttakanda með tölvupósti einnig veita þátttakanda möguleika á að afskrá sig af póstlistanum og fá ekki frekara markaðsefni sent frá okkur.

Þeir sem vilja fræðast meira um þá vinnslu persónuupplýsinga sem á sér stað í tengslum við skráningu á póstlistann geta skoðað persónuverndarstefnu Kerlingarfjalla ehf. Þar er að finna upplýsingar um hvern þú getur haft samband við vegna vinnslu persónuupplýsinga um þig, um rétt þinn til að fá aðgang að þínum persónuupplýsingum, láta leiðrétta þær, eyða þeim eða takmarka vinnslu þeirra, réttinn til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef þú ert ósátt/ur við það hvernig við vinnum persónuupplýsingar um þig, og fleira.