Kort af tjaldsvæðinu

Sumarævintýri
Komdu þér vel fyrir á nýja tjaldsvæðinu við ána. Nauðsynlegt er að bóka pláss fyrir komu. Tjaldsvæðið er opið 15. júní til 15. september.
Þú kemst í bein tengsl við náttúruna á tjaldsvæðinu í Kerlingarfjöllum. Við tökum vel á móti ævintýraþyrstum gestum sem kjósa að ferðast á eigin vegum. Gestir hafa aðgang að eldunaraðstöðu, salernum, sturtu og útigrilli í þjónustuhúsinu á tjaldsvæðinu. Gestir geta auk þess borðað á veitingastaðnum á hótelinu og keypt aðgang að Hálendisböðunum.
Tjaldsvæðið er opið 15. júní til 15. september. Nauðsynlegt er að bóka pláss fyrir komu.
Nýtt og glæsilegt
Salerni, sturtur, eldunaraðstaða og útigrill gera dvölina í Kerlingarfjöllum þægilega og aðgengilega. Í þjónustuhúsinu fá gestir á tjaldsvæði og í skálum aðgang að öllu sem til þarf í ferðalagi á fjöllum.
Við allra hæfi