Gjafabréf

Skilmálar gjafabréfa í Kerlingarfjöllum

  • Gjafabréf fyrir upphæð gilda í 4 ár frá útgáfudegi.

  • Gjafabréf fyrir upplifun gilda í 1 ár frá útgáfudegi.

    Að ári liðnu gildir gjafabréfið sem inneign og er þá gilt í 4 ár frá útgáfudegi. Highland Base áskilur sér rétt til að breyta vöruframboði og verði á gildistímanum.

  • Gjafabréf fást ekki endurgreidd af Highland Base.

Highland Base ber ekki ábyrgð á tjóni viðskiptavina sem hlýst af þjófnaði gjafabréfa eða hvers konar óheimilli ráðstöfun eða notkun gjafabréfa sem greiðslumáta eftir útgáfu þeirra.

Öll gjafabréf má nýta sem greiðslu upp í annars konar gistingu eða veitingar á Highland Base hótelinu í Kerlingarfjöllum. Ef um dýrari upplifun er að ræða skal greiða mismuninn.