Skilmálar
Með skráningu í gjafaleik (hér eftir „leikurinn“) og á póstlista Kerlingarfjalla (hér eftir „póstlistinn“) samþykkja þátttakendur skilmála þessa.
Vinnsla persónuupplýsinga
Með skráningu á póstlistann samþykkir þátttakandi að persónuupplýsingar þær, sem veittar eru af hálfu þátttakanda (nafn og netfang), verði nýttar til að senda þátttakanda tilkynningar um fríðindi sem meðlimir póstlistans njóta, sem og annað sérsniðið markaðsefni. Þáttakandi getur afskráð sig hvenær sem er og hætt við þátttöku í leiknum.
Til að taka þátt í leiknum þarf þátttakandi einnig að staðfesta að hafa lesið og samþykkt persónuverndarstefnu Kerlingarfjalla, sem er ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga.
Tímalengd leiksins og vinningar Tímabil leiksins stendur til 11. október 2025. Skráning fer fram á heimasíðu Kerlingarfjalla.
Vinningshafar verða dregnir út að leik loknum og eru vinningarnir sem hér segir;
- Eitt gjafabréf sem veitir aðgang að gistingu fyrir tvo í Kerlingarfjöllum Highland Base, ásamt morgunverði, kvöldverði, aðgangi að Hálendisböðunum og afþreyingu á meðan dvöl stendur.*
- Fimm gjafabréf fyrir tvo í Hálendisböðin og á vöffluhlaðborð á veitingastaðnum í Kerlingarfjöllum.
*Val er háð framboði á viðkomandi tíma. Dæmi um afþreyingu í Kerlingarfjöllum – Highland Base eru gönguferðir, snjósleðaferðir og hjólaferðir.
Vinningshöfum verður tilkynnt um vinninga með tölvupósti.
Vinningum er hvorki hægt að skila né skipta. Vinningar verða afhentir vinningshöfum eftir nánara samkomulagi.