Hótel

Verðlaun og viðurkenningar

Frá opnun þann 1. júlí 2023 hefur hótelið okkar hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna og viðurkenninga.

Condé Nast Traveller

2024: Bestu nýju hótelin í heiminum

Condé Nast Traveller, einn af virtustu fjölmiðlum í heiminum, setti hótelið okkar á svokallaðan „Hot List“ ársins 2024. Þar má finna bestu nýju hótel, veitingastaði og skemmtiferðaskip ársins samkvæmt mati ritstjóra og blaðamanna Condé Nast.

Nánar

Afar

2024: Bestu nýju hótel ársins

Hótelið okkar í Kerlingarfjöllum hlaut viðurkenningu AFAR sem eitt af hótelum ársins 2024. 31 hótel náði á lista þetta árið og Kerlingarfjöll eru þar á meðal. Við erum virkilega ánægð með þessa viðurkenningu en matið byggir á framúrskarandi staðsetningu, hönnun, þjónustustigi og hvernig stuðlað er að sjálfbærni og bættara samfélagi. Allt eru þetta gildi sem við vinnum að alla daga. Við erum bæði afar stolt og staðráðin í að gera enn betur.

Nánar

Travel + Leisure

2024: 100 bestu nýju hótel ársins

Hótelið okkar í Kerlingarfjöllum komst á It lista Travel + Leisure Co. sem samanstendur af 100 bestu nýju eða endurbættu hótelum og dvalarstöðum ársins. Á listanum má finna úrval framúrskarandi áfangastaða um allan heim sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið hug og hjörtu ritstjóra og sérfræðinga Travel + Leisure.

Nánar

Hôtel & Lodge

100 fallegustu hótel í heimi

Highland Base var útnefnt eitt af 100 fallegustu hótelum í heimi af ritstjórum og rithöfundum fyrir franska tímaritið Hotel & Lodge.

Nánar