
Gönguleið
Ögmundur, Höttur og Röðull
Gönguleið
20 km ganga
Lengd
20 km
Tími
15 klst.
Erfiðleikastig
Upphaf og leiðarendi: Bílastæði við Neðri-Hveradali. Einnig má ganga heim að Highland Base, um 4 km leið.
Vegalengd: 20 km alls og liggur þá leiðin að fjöllunum umhverfis Mæni. Lagt er af stað á Vesturfjöllin frá vegpresti í Sléttaskarði, samtals um 6 km leið til viðbótar um Hattarkluftir og Hraukaskarð.
Heildarhækkun samtals: 400 m á Mænishring og að auki um 1100 m hækkun samanlögð frá vegpresti í Sléttaskarði.
Markverðir staðir: Neðri-Hveradalir, Mænisjökull, Mænir, Kerlingarskyggnir, Hverabotn, Sléttaskarð, Vondagil, Kerling og Kerlingartindur.
Vað á leiðinni : Kerlingará ef gist er í Klakksskála.
Gisting: Highland Base og Klakkur.
Mikilvægt: Ekki leggja af stað í göngu án þess að fara yfir þennan gátlista.