Gönguleið
Skuggafoss og Jökulkrókur
Gönguleið
Skuggafoss - falin perla
Lengd
15 km
Tími
9 klst.
Erfiðleikastig
Almennt: Besti ferðatími er frá mars og fram í september
Upphaf og leiðarendi: Highland Base
Vegalengd: 15,5 km, 6–9 klst.
Markverðir staðir: Jökulfallið, Stóraborg, Skuggafoss,Blágnípa, Blágnípujökull og Austurfjöllin
Vað á leiðinni: Kerlingarspræna, ökkladjúpt vað. Lagt á veturna
Gististaðir: Highland Base
Mikilvægt: Ekki leggja af stað í göngu án þess að fara yfir þennan gátlista.
Skuggafoss fellur í þröngu gili í Jökulfallinusunnan við Blágnýpu skammt frá Hofsjökli. Gönguleiðin liggur fyrstu 1,5 km eftir vegslóðanum að Setrinu. Þvera þarf nokkra læki í byrjun en eftir það er haldið í austurátt upp eftir og meðfram Jökulfallinu. Eftir rúma 5 km er komið að Skuggafossi og þar er upplagt að setjast niður og njóta fegurðarinnar í nágrenni Hofsjökuls. Fossinn er stórbrotinn og fallegur þar sem hann fellur í þröngu gili.