
Gönguleið
Fjölskylduævintýri
Gönguferðir með leiðsögn
Skemmtun fyrir alla
Lengd
6.5 km
Tími
4 klst.
Hækkun
200 m
Aldurstakmark
5 ára
Erfiðleikastig
Umsjón: Útihreyfingin
Verð: 18.900 kr. fyrir fullorðna, 7.500 kr. fyrir börn (5-15 ára)
Tímabil: Allt árið
Áætlun: Þriðjudaga kl. 9:00, fimmtudaga kl. 9:00 og laugardaga kl. 13:00 frá 1. júlí-15. september
Einkaferðir: Vinsamlegast hafið samband á info@highlandbase.is til að fá frekari upplýsingar.
Upphafsstaður: Þátttakendur hitta leiðsögumann á hótelinu og nota eigin farartæki til að komast á upphafsstað göngunnar.
Hækkun: 100-200 m
Búnaður fylgir: Enginn
Erfiðleikastig: Flestum fært
Lágmarks-/hámarksfjöldi: 8/16
Lýsing:
Við höfum uppgötvað snjalla og háleynilega leið til að útbúa okkar eigið gufubað. Má bjóða þér að prófa? Við höfum einnig gert tilraunir með að elda yfir heitum hverum og munum halda tilraunastarfseminni áfram í þessari ferð. Getum við soðið egg? Eða jafnvel pylsur? Komdu með og við komumst til botns í málinu!
Á bakaleiðinni munum við klöngrast upp á alla steina sem verða á vegi okkar, skoða köngulóarvefi, heyra óhugnanlegu sögunni af Kerlingu í Kerlingarfjöllum, leita að snjóbreiðum og rannsaka fjall Þórs þrumuguðs úr öruggri fjarlægð.
Ef fötin okkar eru ekki skítug eftir þessa ævintýraferð höfum við ekki drullumallað nóg!
Hvað þarf að taka með?
Hlý föt og sokka, vind- og vatnsfráhrindandi jakki og buxur, góða skó, hanska, buff, húfu eða eyrnaskjól og sólgleraugu.
Vatn, snarl og léttan hádegisverð.
Afbókanir og breytingar
Áætlunarferðir: Afbókanir eða óskir um breytingar skulu berast a.m.k. 72 klst. fyrir komu. Að öðrum kosti er ferðin ekki endurgreidd.
Einkaferðir:
Ef afbókun berst meira en 10 dögum fyrir brottför færðu ferðina endurgreidda að fullu
Ef afbókun berst 6-9 dögum fyrir brottför færðu endurgreiðslu sem nemur 80% af andvirði ferðarinnar
Ef afbókun berst innan við 5 dögum fyrir brottför er ferðin ekki endurgreidd