Kerlingarfjöll

Gönguskíðanámskeið

Þriggja daga skíðagöngunámskeið í hjarta hálendisins.

9.-11. febrúar

Skíðaganga í faðmi fjalla

Í samstarfi við Útihreyfinguna höldum við þriggja daga skíðagönguhelgi í stórbrotnu umhverfi Kerlingarfjalla. Námskeiðið hentar skíðafólki á bæði brautar- og ferðaskíðum. Dekrað verður við gesti með ljúffengum mat, notalegri gistingu og stórskemmtilegri après ski stemningu. Skíðakennarar sjá til þess að kenna byrjendum grunntökin á meðan lengra komnir fá leiðsögn til að fínpússa tæknina í þessari vinsælustu vetraríþrótt Íslendinga.

Það jafnast ekkert á við að skíða um þessar afskekktu slóðir yfir vetrartímann þegar snjórinn hylur hálendið eins og hvítt teppi. Í Ásgarði kúrir svo hlýlegt og huggulegt hótel – sannkölluð vin í faðmi fjalla.

Bóka núna

Dagskrá

Við hittumst í Skjóli á föstudegi og höldum saman í Kerlingarfjöll á fjallarútu. Eftir innritun förum við yfir búnað og viðrum skíðin. Næstu daga förum við í skoðunar- og kennsluleiðangra, könnum stórfenglegt umhverfið og æfum tæknina. Á kvöldin njótum við góðra veitinga og skemmtilegrar samveru á kvöldvökum að hætti Kerlingarfjalla.

Föstudagur

 • 13:00 Lagt af stað frá Skjóli

 • Innritun og skíðaganga

 • 17:30 Fordrykkur

 • 19:00 Kvöldverður: matarmikil súpa og brauð

 • 20:30 Kvöldvaka og stjörnuskoðun ef vel viðrar

Laugardagur

 • 07:30 Morgunverður

 • 08:30 Haldið frá hóteli

 • 12:00 Hádegishlé úti

 • 16:00 Haldið aftur á hótel í après ski

 • 19:00 Kvöldverður: þriggja rétta máltíð

 • 20:30 Kvöldvaka og stjörnuskoðun ef vel viðrar

Sunnudagur

 • 07:30 Morgunverður og útritun

 • 08:30 Haldið frá hóteli

 • 12:00 Hádegishlé úti

 • 13:00 Brottför

Athugið að allar tímasetningar eru áætlaðar og geta breyst. Útihreyfingin hefur samband þegar nær dregur og staðfestir dagskrá.

Verð

Deluxe Twin/Double

 • 148.000 kr. á mann (tveir gestir í herbergi)

 • 179.000 kr. (einn gestur í herbergi)*

Svíta

 • 177.600 kr. á mann (tveir gestir í herbergi)

Einkaskáli

 • 171.750 kr. á mann (tveir gestir í herbergi)

*Hafið samband við söludeild til að bóka eins manns herbergi.

Innifalið

 • Gisting í tvær nætur

 • Akstur í fjallarútu frá Skjóli í Kerlingarfjöll, og til baka

 • Máltíðir (tveir morgunverðir, tveir kvöldverðir, tvö hádegisnesti)

 • Fordrykkur

 • Leiðsögn, undirbúningsfundur, búnaðarskoðun og utanumhald á vegum Útihreyfingarinnar

Meira um ferðina

Bókunarskilmálar

Ferðina þarf að greiða við bókun.

Ferðin er endurgreidd að fullu ef afbókun berst að minnsta kosti 30 dögum fyrir brottför. Helmingur fargjalds er endurgreiddur ef afbókun berst 14-30 dögum fyrir brottför. Ef afbókun berst innan við 14 dögum fyrir brottför er ferðin ekki endurgreidd.

Upp geta komið ófyrirsjáanlegar aðstæður, svo sem alvarleg veikindi eða slys. Við ítrekum því við þátttakendur að skoða tryggingar sínar vel og kaupa ferða-, slysa-, sjúkra- og forfallatryggingar eftir því sem við á.

Lágmarksþátttaka í allar ferðir Útihreyfingarinnar miðast við tíu manns. Útihreyfingin staðfestir ekki brottför í ferðir nema lágmarksþátttöku sé náð.

Vinsamlegast kynntu þér vandlega almenna skilmála ferðarinnar á vefsíðu Útihreyfingarinnar.  

Tryggðu þér pláss

Smelltu hér til að bóka.

Nánar