Hlaupahelgi 21.-22. júní 

Æfingaferð fyrir fjallahlaupara 

Ert þú klár fyrir Kerlingarfjöll Ultra? 

Æfingahelgi með Útihreyfingunni

Hlaupið um hálendið

Helgina 21.-22. júní verða ævintýralegar æfingabúðir fyrir fjallahlaupara í Kerlingarfjöllum. 

Helgarpakkinn inniheldur gistingu í eina nótt og æfingadag með þjálfurum Útihreyfingarinnar sem hönnuðu hlaupaleiðirnar í Kerlingarfjöll Ultra. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir getustigi, sem hver um sig verður með sinn þjálfara. Aðgangur að Hálendisböðunum fylgir ferðinni auk sameiginlegs kvöldverðar og kvöldvöku. Gríptu þetta frábæra tækifæri til að kynnast svæðinu og undirbúa þig sem best fyrir hlaupið í júlí—auk þess að fá að hlaupa um magnað umhverfi hálendisins á sumarsólstöðum í góðum félagsskap annars hlaupaáhugafólks. 

Ferðin hentar fyrir alla fjallahlaupara af öllum getustigum en er sérstaklega ætluð fyrir þau sem ætla að taka þátt í keppnishlaupinu Kerlingarfjöll Ultra 26. júlí. 

Fyrir þau sem ekki hafa tök á því að gista verður einnig hægt að skrá sig í dagsferð

Bóka núna

Dagskrá

Laugardagur

  • Æfing með Útihreyfingunni (5 km, 15 km og 22 km)

  • Heit böð og sána

  • Ljúffengur sameiginlegur kvöldverður

  • Kvöldvöka með gítarspili og söng

Sunnudagur

  • Endurheimtarhlaup

  • Skoðunarferð

  • Brottför

Þátttakendur koma á eigin vegum í Kerlingarfjöll á laugardagsmorgun.  

Allir skráðir þátttakendur verða boðaðir á rafrænan undirbúningsfund í aðdraganda ferðarinnar þar sem nánari dagskrá verður kynnt. 

Ef áhugi er á að bæta við auka nótt í Kerlingarfjöllum þá vinsamlegast hafið samband við sales@highlandbase.is. 

Verð og herbergi 

Verð á gistingu á hlýlega hótelinu okkar ásamt æfingu með Útihreyfingunni, kvöldverði á laugardagskvöldinu og aðgangi að Hálendisböðunum. 

Deluxe herbergi 

  • 57.340 kr. á mann (tveir gestir í herbergi) 

  • 81.540 kr. á mann (einn gestur í herbergi) 

Twin deluxe herbergi 

  • 57.340 kr. á mann (tveir gestir í herbergi) 

Standard twin herbergi 

  • 45.420 kr. á mann (tveir gestir í herbergi) 

Dagsferð í Kerlingarfjöll, án gistingar 

  • 29.800 kr. á mann (æfing, kvöldverður og aðgangur að Hálendisböðunum) 

Innifalið í æfingahelgi 

  • Gisting í eina nótt 

  • Æfing með leiðsögn á laugardeginum 

  • Tveggja rétta kvöldverður 

  • Aðgangur að Hálendisböðunum 

  • Morgunverður 

  • Kvöldvaka 

Æfingin

Á laugardag verður æfing og brautarskoðun með þjálfurum Útihreyfingarinnar sem hönnuðu hlaupaleiðir Kerlingarfjöll Ultra. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir getustigi, sem hver um sig verður með sinn þjálfara. Skiptingin er eftirfarandi: 

  • Keppendur í 12 km vegalengd í Kerlingarfjöll Ultra hlaupa 5 km 

  • Keppendur í 22 km vegalengd í Kerlingarfjöll Ultra hlaupa 15 km 

  • Keppendur í 60 km vegalengd í Kerlingarfjöll Ultra hlaupa 22 km 

Til að geta tekist á við hlaupaleiðina á sem allra bestan hátt þarf að þekkja brekkur, gil, jarðveg, undirlag, ár, læki og allar þær áskoranir sem framundan eru. Á æfingunni verður hlaupið um hringleiðir sem liggja alfarið eða að hluta til eftir keppnisleiðunum sem hlaupnar verða í Kerlingarfjöll Ultra og því kjörið tækifæri til að prófa stígana sem hlaupnir verða á keppnisdag og fækka óvissuþáttum. Njóttu þess að takast á við áskorun hlaupaleiðarinnar á keppnisdag með reynslu og þekkingu á staðháttum í farteskinu. 

Ferðin til fjalla

Frá Reykjavík til Kerlingarfjalla eru um 200 kílómetrar og leiðin tekur um 3,5 klukkustund í akstri við bestu aðstæður. Hafa ber í huga að aðstæður á hálendi Íslands geta tekið breytingum frá degi til dags. 

Leiðin á hálendið

Algengar spurningar

Tryggðu þér pláss

Smelltu hér til að bóka.

Bóka núna