Hátíðlegt tilboð
Hátíðleg helgi á hálendinu
Upplifðu eitthvað nýtt á aðventunni og njóttu hennar í kyrrðinni á hálendinu. Í aðdraganda jóla bjóðum við gestum upp á gistingu á hátíðarkjörum, ljúffengan jólamatseðil, lifandi jólatónlist við borðhaldið og ævintýralega útiveru á daginn. Tryggðu þér sannkallaða hátíðarstund í Kerlingarfjöllum.
Tvær helgar í boði:
24.-26. nóvember
1.-3. desember