25. október 

Magnaður matarviðburður 

Michelin-kokkurinn Þráinn Freyr Vigfússon töfrar fram listilega matreidda matarupplifun.

25. október 

Magnaður matarviðburður 

Michelin-kokkurinn Þráinn Freyr Vigfússon töfrar fram listilega matreidda matarupplifun.

ÓX í Kerlingarfjöllum

Mögnuð matarupplifun

Laugardaginn 25. október fer fram einstakur matarviðburður þegar Michelin-kokkurinn Þráinn Freyr Vigfússon töfrar fram listilega matreidda rétti í Kerlingarfjöllum. Þráinn sækir innblástur sinn í hefðbundna íslenska matargerð og verður boðið upp á fimm rétta matseðil byggðan á hágæða íslensku hráefni og sérvalin vín. Gerðu vel við bragðlaukana og njóttu helgarinnar á hálendinu. 

Bóka

Margverðlaunaður Michelin-kokkur

Þráinn Freyr Vigfússon er margverðlaunaður matreiðslumaður, Michelin-kokkur og eigandi veitingastaðanna ÓX og Sumac. ÓX, sem opnaði árið 2018, er veitingastaður á heimsmælikvarða þar sem gestir njóta matarupplifunar sem er innblásin af íslenskri matarhefð og byggir á því að gera hráefnum úr nærumhverfinu hátt undir höfði. Veitingastaðurinn ÓX hlaut sína fyrstu Michelin-stjörnu árið 2022 og græna Michelin-stjörnu, sem veitt er fyrir sjálfbærni, árið 2025. 

Verð og herbergi    

Uppgefin verð eru fyrir einnar nætur gistingu og ÓX matarupplifunu. Hægt er að bæta vínpörun við ÓX matarupplifunina fyrir 14.900 kr. á mann, og aukanótt á hóteli á sérstöku verði (reiknast sjálfkrafa við bókun).

Bóka

Innifalið:

  • Gisting í eina nótt 

  • Fimm rétta ÓX-máltíð 

  • Morgunverður 

  • Sögustund á kvöldin 

  • Stjörnuskoðun (ef veður leyfir) 

  • Aðgangur að Hálendisböðunum 

Algengar spurningar

Tryggðu þér pláss

Smelltu hér til að bóka.

Bóka