
25. október
Magnaður matarviðburður
Þráinn Freyr Vigfússon töfrar fram listilega matreidda máltíð.

25. október
Magnaður matarviðburður
Þráinn Freyr Vigfússon töfrar fram listilega matreidda máltíð.
Matarviðburður á hálendinu
Meira en máltíð
Laugardaginn 25. október verður Michelin-kokkurinn Þráinn Freyr Vigfússon með matarviðburð í Kerlingarfjöllum. Þráinn dregur innblástur sinn af hefðbundinni íslenskri matargerð og verður boðið upp á fimm rétta smakkseðil ásamt vínpörun.
Bóka
Um Þráinn og ÓX
Þráinn Freyr Vigfússon er margverðlaunaður matreiðslumaður, Michelin-kokkur og eigandi veitingastaðanna ÓX og Sumac. ÓX, sem opnaði árið 2018, er veitingastaður á heimsmælikvarða þar sem gestir njóta matarupplifunar sem er innblásin af íslenskri matarhefð og byggir á því að gera hráefnum úr nærumhverfinu hátt undir höfði. Veitingastaðurinn Óx hlaut sína fyrstu Michelin-stjörnu árið 2022 og græna Michelin-stjörnu, sem veitt er fyrir sjálfbærni, árið 2025.




Verð og herbergi
Við bjóðum sérstök tilboð á tveggja nátta gistingu og er ÓX matarupplifun innifalin í verðinu. Hægt er að bæta við vínpörun með ÓX matarupplifuninni fyrir 14.900 kr. á mann.
Standard twin herbergi – 57.100 kr. (einn gestur í herbergi)
Standard twin herbergi – 83.000 kr. (tveir gestir í herbergi)
Double deluxe herbergi – 76.700 kr. (einn gestur í herbergi)
Double deluxe herbergi – 105.000 kr. (tveir gestir í herbergi)
Deluxe fjölskylduherbergi – 109.000 kr. (+10,000 kr. nóttin fyrir barn 2-12 ára, hámark tvö börn í herbergi)
Einkaskáli – 133.400 kr. (+10,000 kr. nóttin fyrir barn 2-12 ára) Svíta – 151.000 kr. (tvær nætur, tveir gestir í herbergi)
Svíta – 151.000 kr. (tveir gestir í herbergi)





Innifalið:
Gisting í tvær nætur
Fimm rétta ÓX-máltíð
Morgunverður
Sögustund á kvöldin
Stjörnuskoðun (ef veður leyfir)
Aðgangur að Hálendisböðunum
Aðgangur að gufubaði

