Upplýsingar

Verið velkomin

Hér er allt sem þú þarft að vita um dvölina í Kerlingarfjöllum.

Upplýsingar

Verið velkomin

Hér er allt sem þú þarft að vita um dvölina í Kerlingarfjöllum.

Njóttu dvalarinnar

Láttu fara vel um þig

Við vonum að þú hafir það gott hjá okkur í Kerlingarfjöllum. Hér eru ýmsar hagnýtar upplýsingar, meðal annars um heimsókn þína í Hálendisböðin sem fylgir gistingunni, opnunartíma á veitingastaðnum og fleiri góð ráð sem tryggja dvölin verði ævintýralega ánægjuleg og eftirminnileg.

Hagnýtar upplýsingar

  • Innritun er eftir kl. 16:00
  • Morgunverður kl. 07:30-10:00
  • Útritun er fyrir kl. 12:00
  • Wifi: Highlandbase guest
  • Afþreying dagsins hefst á milli kl. 11:00-14:00 og stendur í 60-90 mín.
  • Á öllum herbergjum eru Blue Lagoon Skincare húðvörur sem gestir hafa afnot af

Orka fyrir ævintýri

Veitingastaðurinn

Veitingastaðurinn okkar er opinn frá kl. 07:30-22:00. Þar er boðið upp á morgunverðarhlaðborð, hádegisseðil og kvöldverðarhlaðborð auk þess sem þú getur gripið með þér nesti eða einfaldlega fyllt á kaffibollann. Mundu að bóka borð!

Opnunartímar á veturna:

  • Morgunverður: 07:30-10:00

  • Hádegisverður: 12:00-15:00

  • Vöfflur: 15:00-17:00

  • Kvöldverður: Frá kl. 18:00, síðasta borðabókun kl. 20:30

Nánar

Umvafin hlýju

Hálendisböðin

Gistingunni fylgir aðgangur að Hálendisböðunum. Þar eru meðal annars heitar setlaugar, glæsileg sauna með útsýni til fjalla og kaldur pottur. Eins er bar þar sem hægt er að panta hressandi drykki. Innangengt er fyrir gesti á milli hótelsins og baðanna.

Þú getur skipt um föt inni í herberginu þínu. Þar eru mjúk og notaleg handklæði sem þú getur tekið með þér og hengt upp á snaga við böðin. Þú getur einnig notað búningsklefana við böðin en þar eru snagar til að hengja upp föt og litlir, læstir skápar fyrir verðmæti.

Um böðin

Notaleg samvera

Setustofan

Njóttu stundarinnar í notalegu setustofunni okkar. Þar er kjörið að setjast með ferðafélögunum, grípa með sér drykk og rifja upp ævintýri dagsins.

Afþreying alla daga

Þér er boðið

Sérstakur gestgafi er á staðnum og sér til þess að gefa gestum góð ráð um útivist og afþreyingu á svæðinu. Seinna um daginn býður gestgjafinn í afþreyingu dagsins sem samanstendur af stuttri gönguferð um svæðið og er gestum á hóteli, hosteli og í einkaskálum að kostnaðarlausu. Afþreyingin hefst á bilinu 11:00-14:00 og stendur yfir í um 60-90 mínútur.

Á veturna bjóðum við gestum í sögustund við arineld í setustofunni okkar, alla daga kl. 17:00. Þegar óútreiknanleg hálendisveður og aðstæður leyfa bjóðum við einnig í stjörnuskoðun öll kvöld kl. 21:00.

Afþreyingargestgjafi

Árið um kring

Ævintýri í fjöllunum

Kerlingarfjöll eru fullkominn heilsársáfangastaður fyrir allt ævintýrafólk. Hér býðst spennandi útivist við hæfi allra ferðalanga, frá gönguferðum og fjallahjólreiðum til skíðaleiðangra, buggy ferða og vélsleðatúra.

Afþreying

Bókunin þín

Skráðu þig inn til að uppfæra eða breyta bókun.

Mín bókun