*Við bendum á að þrátt fyrir að ferðin sé sérstaklega útfærð til að hámarka líkur á að gestir komi auga á norðurljós, stjörnur o.s.frv. er slíkt háð veðri og aðstæðum hverju sinni.

Tvær töfrandi nætur
Í nánd við norðurljósin
Tveggja nátta ferð þar sem við bjóðum gestum í spennandi afþreyingu á daginn og leitum að norðurljósum á næturhimninum.
BókaVetrarævintýri
Heillandi himinn og ótroðnar slóðir
Í þessari ferð munum við beina sjónum að stjörnubjörtum næturhimninum og vonandi koma auga á fjarlægar reikistjörnur, tungl, norðurljós og önnur undur alheimsins* á þessu ótrúlega svæði þar sem varla verður vart við ljósmengun.
Ferðinni fylgir meðal annars aðgangur að heitu Hálendisböðunum, sælkeraveitingar, heillandi sögustund og fleira. Auk þess verður gestum boðið í afþreyingu dagsins, til dæmis göngu inn í töfrandi vetrarparadís hálendisins.
Nánari upplýsingar:
Verð frá 156.400 kr. fyrir tvo í Deluxe herbergi
Tvær nætur
Í boði frá 1. október 2024 til 14. apríl 2025
Brottfarir á fimmtudögum og föstudögum


Innifalið
Gisting í tvær nætur
Morgunverður
Þriggja rétta kvöldverður bæði kvöldin
Sögustund og fordrykkur
Stjörnuskoðun* (háð veðri)
Akstur, aðrar máltíðir, drykkir og aðgangur í aðra afþreyingu fylgja ekki



Kjöraðstæður
Fullkomin myrkurgæði
Í Kerlingarfjöllum geta gestir notið ómengaðra myrkurgæða, enda verður varla vart við ljósmengun á svæðinu. Við uppbyggingu og hönnun var þess sérstaklega gætt að hægt sé að njóta töfra næturhiminsins við kjöraðstæður.




Afþreyingarleiðsögn
Við bjóðum gestum í afþreyingu dagsins á þessu einstaka svæði. Gjarnan er farið í stutta gönguferð um svæðið og er afþreyingin sérsniðin að árstíð, aðstæðum og veðri hverju sinni.
Nánar


Hápunktar ferðarinnar
Orka fyrir ævintýri á fjöllum
Fylltu á tankinn fyrir ævintýrið á veitingastaðnum okkar. Við bjóðum upp á hádegisverð af matseðli, vöffluhlaðborð eða nestispakka svo þú getir notið hádegisverðarins utandyra.
Athugið að máltíðir eru ekki innifaldar í uppgefnu verði.
Nánar
Stjörnuskoðun
Með sérútbúna sjónaukanum okkar skoðum við fjarlægar plánetur og tungl og komum vonandi auga á norðurljósin.
Nánar

Vetrarævintýri
Bættu upplifunina
Þú getur bókað sérferðir til að gera ferðina alveg ógleymanlega.

Ógleymanleg ævintýraför
Leiðin til fjalla um vetur
Vegirnir á hálendinu eru ekki ruddir á veturna og er þá aðeins fært í Kerlingarfjöll á sérútbúnum fjallajeppum. Við bjóðum upp á ferðir með þrautreyndum atvinnubílstjórum. Mundu að bóka akstur fyrir ferðina.
Nánar
Búðu þig undir ævintýri
Upplifun sem gleymist aldrei
Tryggðu þér pláss í spennandi ævintýri og notalega afslöppun í hjarta hálendisins.
Bóka