*Við bendum á að þrátt fyrir að ferðin sé sérstaklega útfærð til að hámarka líkur á að gestir komi auga á norðurljós, stjörnur o.s.frv. er slíkt háð veðri og aðstæðum hverju sinni.
Tvær töfrandi nætur
Í nánd við norðurljósin
Tveggja nátta ferð þar sem við bjóðum gesti í spennandi afþreyingu á daginn og leitum að norðurljósum á næturhimninum.
BókaVetrarævintýri
Heillandi himinn og ótroðnar slóðir
Í þessari ferð munum við beina sjónum að stjörnubjörtum næturhimninum og vonandi koma auga á fjarlægar reikistjörnur, tungl, norðurljós og önnur undur alheimsins* á þessu ótrúlega svæði þar sem varla verður vart við ljósmengun.
Ferðinni fylgir meðal annars aðgangur að heitu Hálendisböðunum, sælkeraveitingar, heillandi sögustund og fleira. Auk þess verður gestum boðið í afþreyingu dagsins, til dæmis göngu inn í töfrandi vetrarparadís hálendisins.
Nánari upplýsingar:
Verð frá 156.400 kr. fyrir tvo í Deluxe herbergi
Tvær nætur
Í boði frá 1. október 2024 til 14. apríl 2025
Brottfarir á fimmtudögum og föstudögum
Innifalið
Gisting í tvær nætur
Morgunverður
Þriggja rétta kvöldverður bæði kvöldin
Sögustund og fordrykkur
Stjörnuskoðun* (háð veðri)
Akstur, aðrar máltíðir, drykkir og aðgangur í aðra afþreyingu fylgja ekki
Kjöraðstæður
Fullkomin myrkurgæði
Í Kerlingarfjöllum geta gestir notið ómengaðra myrkurgæða, enda verður varla vart við ljósmengun á svæðinu. Við uppbyggingu og hönnun var þess sérstaklega gætt að hægt sé að njóta töfra næturhiminsins við kjöraðstæður.
Afþreyingarleiðsögn
Við bjóðum gestum í afþreyingu dagsins á þessu einstaka svæði. Gjarnan er farið í stutta gönguferð um svæðið og er afþreyingin sérsniðin að árstíð, aðstæðum og veðri hverju sinni.
NánarHápunktar ferðarinnar
Stjörnuskoðun
Með sérútbúna sjónaukanum okkar skoðum við fjarlægar plánetur og tungl og komum vonandi auga á norðurljósin.
NánarVetrarævintýri
Bættu upplifunina
Þú getur bókað sérferðir til að gera ferðina alveg ógleymanlega.
Ógleymanleg ævintýraför
Leiðin til fjalla um vetur
Vegirnir á hálendinu eru ekki ruddir á veturna og er þá aðeins fært í Kerlingarfjöll á sérútbúnum fjallajeppum. Við bjóðum upp á ferðir með þrautreyndum atvinnubílstjórum. Mundu að bóka akstur fyrir ferðina.
NánarBúðu þig undir ævintýri
Upplifun sem gleymist aldrei
Tryggðu þér pláss í spennandi ævintýri og notalega afslöppun í hjarta hálendisins.
Bóka