

Kerlingarfjöll eru kjörinn staður til að hefja upplifunina á miðhálendi Íslands. Hér er heilsársáfangastaður með fjölbreyttri gistiaðstöðu, veitingastað og ótal afþreyingarmöguleika.
Kerlingarfjöll kalla
Þægindi á fjöllum
Heilsársáfangastaður í hjarta hálendisins. Við bjóðum upp á gistingu við allra hæfi, hvort sem þú kýst einfalda skálagistingu, notalegt hótelherbergi eða framúrskarandi þægindi í einkaskála.
Opið allt árið
Hvenær viltu koma í heimsókn?
Árstíðirnar breytast og fjöllin með. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval gistingar yfir allt árið og ýmiss konar afþreyingu sem er sérsniðin að aðstæðum hverju sinni.
Kerlingarfjöll að sumri
15. júní - 30. september
Fjöllin vakna til lífsins yfir þessa stuttu en dásamlegu árstíð þegar snjó tekur að leysa og ótrúleg litadýrð landsins kemur í ljós.
Nánar
Kerlingarfjöll um vetur
1. október - 14. júní
Veturinn í Kerlingarfjöllum býður upp á ævintýri sem eru engu öðru lík.
Nánar

Viðburðahald á hálendinu
Það jafnast ekkert á við að fagna sigrum, gleðjast yfir stórum áföngum, stilla saman strengi eða einfaldlega njóta samveru í hálendisumgjörð sem er engu lík. Hér er framúrskarandi aðstaða og úrval afþreyingar sem hentar öllum tegundum hópa.
Lesa meira
Næstu viðburðir
Matarævintýri á hálendinu
Hálendisveturinn okkar verður veisla fyrir matgæðinga, en Michelin-kokkurinn Þráinn Freyr Vigfússon verður með matarviðburð í október og í nóvember verða aðventuhelgar með glæsilegu jólahlaðborði.

Vellíðan á fjöllum
Hálendisböðin
Njóttu þess að slaka á í heitu vatni hálendisins með einstakt útsýni til fjalla.
Nánar

Ógleymanlegt ferðalag
Ferðin til fjalla á veturna
Vegirnir á hálendinu eru ekki ruddir á veturna og er þá aðeins fært til okkar á sérútbúnum fjallajeppum. Gestir geta bókað akstur með þrautreyndum atvinnubílstjórum.
Nánar




Allt árið um kring
Úrval afþreyingar
Kerlingarfjöll eru fullkominn heilsársáfangastaður fyrir allt ævintýrafólk. Hér býðst spennandi útivist við hæfi allra ferðalanga, frá gönguferðum og fjallahjólreiðum til skíðaleiðangra og vélsleðaferða.
Nánar



Búðu þig undir ferðalagið
Kort af svæðinu

Einkaskáli
Einkaskálarnir, Sel, eru hannaðir með hámarksþægindi í huga. Glæsilegasti valkosturinn í Kerlingarfjöllum.
Hálendisböðin
Heit böð í hjarta hálendisins með einstakt útsýni til fjalla.
Veitingastaðurinn
Notalegur veitingastaður þar sem boðið er upp á matseðil með bistró-brag, hlaðborð og setustofu.
Hótel - Aldan
Tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi í notalegum og afslöppuðum sveitastíl.
Hótel - Hamar
Vel búin herbergi og lúxussvítur fyrir ferðalanga sem vilja njóta þæginda og fallegrar hönnunar.
Svefnskáli
Nípur eru svefnskálar þar sem gestir geta bókað svefnpokapláss. Opin á sumrin.
Tjaldsvæði
Rúmgott tjaldsvæði á fallegum stað við ána. Opið á sumrin.
Þjónustuhús tjaldsvæðis
Sameiginleg aðstaða fyrir gesti á tjaldsvæði og í nípum, með eldunaraðstöðu, salernum og sturtum. Opið á sumrin.

Kerlingarfjöll
Sögurnar okkar
Highland Base
Hotel images carousel
Browse through our photos to get into the mindset of being in the Icelandic Highlands.